Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. október 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt nýs deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 31. október 2018, umsögn Hafrannsóknarstofu dags. 19. nóvember 2018, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2018 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 26. nóvember 2018. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018 og minnisblað Teiknistofunnar Traðar dags. 6. desember 2018. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexöndru Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Arons Levís Beck.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu erindisins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldri Borgþórssyni og áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins Rúnar Sigurjónsson bóka: Rétt er að staldra við og vernda lífríki Elliðáa, enda ýmis aðvörunarljós sem blikka. Í umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegamálastofnunar og Veiðimálastofnunar eru gerðar talsverðar athugasemdir við deiliskipulagið. Í umsögn Veiðimálastofnunar segir meðal annars: “Nýlega er komin fram „Stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík“ sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur unnið að. Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim. Það eru því allmargar röksemdir fyrir því að fara með ýtrustu varfærni gagnvart lífríki Elliðaánna og ósasvæðis þeirra.” Við teljum því rétt að sitja hjá við þessa afgreiðslu og ítrekum þá skoðun okkar að friðlýsa eigi Elliðaárdalinn og nærumhverfi hans.   Vísað til Borgarráðs.
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.