Borgartún 24, kæra 97/2018, umsögn, úrskurður
Borgartún 24 (01.221.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2018 ásamt kæru dags. 13. júlí 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi á lóð nr. 24 við Borgartún, auglýst í B-deild Sjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júlí 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.221, vegna lóðarinnar nr. 24 við Borgartún í Reykjavík.
Svar

Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Fulltrúar  Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins harma að ekki hafi verið farin leið samráðs og sáttar í máli þessu. Borgartún 24 er hluti  3ja hæða stakstæðra húsa þessa götuhluta, sem nær milli Katrínartúns og Nóatúns. Því er ekki að furða að íbúa Mánatúns 7-17 reki í rogastans vegna þeirra breytinga sem hér um ræðir. Allar forsendur íbúa  við kaup sinna eigna verða að engu.  Ekki er gerð nein tilraun til að koma til móts við íbúana, heldur ekki rekstaraðila í nærumhverfinu sem einnig sendu inn athugasemdir. Sú aðferðafræði sem meirihluti Vg-Sf-P-C beitir hér er reyndar kunnugleg:1. Deiliskipulagsbreyting unnin án nokkurs samráðs við nærumhverfi. 2. Deiliskipulag sett í auglýsingu undir formerkjum samráðs. 3. Allar athugasemdir sem berast virtar að vettugi. Kjörnir fulltrúar virðast ekki skilja að þeir eru kosnir til að framfylgja vilja borgaranna og bera hag þeirra fyrir brjósti í sínum störfum. Góður stjórnandi velur leið samráðs og sátta, ekki stríð. Það að þrettán kærumál séu á dagskrá þessa fundar segir sína sögu.
105 Reykjavík
Landnúmer: 102800 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007630