Drápuhlíð 36, kæra 99/2018, umsögn, úrskurður/endurupptaka máls fyrir nefndinni.
Drápuhlíð 36 (01.713)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 64
26. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. júlí 2018 ásamt kæru dags. 17. júlí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 36 við Drápuhlíð. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja umsókn um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Drápuhlíð. Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. ágúst 2019 ásamt bréfi dags. 18. júlí 2019 þar sem farið er fram á endurupptöku máls nefndarinnar. Einnig er lagt fram álit umboðsmanns Alþingis dags. 20. júní 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. október 2019 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2020: Felld úr úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 36 við Drápuhlíð.
105 Reykjavík
Landnúmer: 107217 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009252