Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki eru uppfyllt ákvæði skipulagsreglugerðar um 50 m. fjarlægð frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5 og skilmálar sem gilda eiga eftir breytinguna eru ekki nógu skýrir o.fl. samkvæmt bréfi stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt lagf. uppdr. Einars Ingimarssonar dags. 29. október 2018 br. 14. mars 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2019.
Skipulags- og samgönguráð samþykkir viðbrögð og breytingar sem koma fram í svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar sbr. bréf dags. 14. mars 2019.