Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 8. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hámarkskvótar byggingar á byggingarreit 6 hækka allir um 0,9 m., samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 2. október 2018. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa mótt. 9. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.