Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. október 2018 ásamt kæru dags. 5. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni um niðurrif skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. mars 2018 að hafna beitingu þvingunarúrræða vegna skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6, ófrágenginnar lóðar og bílaumferðar á baklóð nefndrar lóðar.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. maí 2019 um að synja beiðni kærenda um beitingu þvingunarúrræða vegna umferðar bifreiðar um baklóð Þjóðhildarstíg 2-6.