Tryggvagata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Tryggvagata 13 (01.117.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 20
5. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 2. nóvember 2018 ásamt bréfi dags. 1. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnat vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu sem felst í að breyta notkun á 15 íbúðum í austari stigagangi í gististað/hótelíbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2018. Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.
Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
101 Reykjavík
Landnúmer: 222370 → skrá.is
Hnitnúmer: 10111852