Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn
Arkís arkitekta ehf.
dags. 5. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að skilmálatafla er uppfærð og húsheiti Njálsgata 60 og Njálsgata 60A eru sameinuð undir heitinu Njálsgata 60. Friðun timburhúss að Njálsgötu 60 hefur verið afnumin og í stað þess verður heimilt að byggja nýtt hús á lóðinni. Byggingarmagn á lóðinni er óbreytt, en byggingareit er breytt, þannig að viðbygging til suðurs styttist, breikkar og hækkar (stallast). Auk þess er gert ráð fyrir að lengja um 3,20 m þann hluta hússins, sem má byggja upp að vegg Njálsgötu 62 í sömu hæð og Njálsgata 62, samkvæmt uppdr.
Arkís arkitekta ehf.
dags 30. október 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 16. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. desember 2018 til og með 14. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsfélagið Njálsgötu 59 dags. 13. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2019.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2019.