Þrastarhólar 6-10, nr. 6 - breyting á skilmálum deiliskipulags
Þrastarhólar 6 (04.648.5)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 24
16. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsókn Stáss Design ehf. dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts -3 norðurdeild vegna lóðarinnar nr. 6-10 við Þrastarhóla. Í breytingunni felst að breyta sameiginlegu þjónustuherbergi í húsi nr. 6 í sjálfstæða íbúð, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. dags. 2. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa að Þrastarhólum 6, 8 og 10 mótt 8. janúar 2018. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
111 Reykjavík
Landnúmer: 112002 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016234