Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 16. júní 2020 á breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Skipulagsyfirvöld samþykktu tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar í borgarstjórn 16. júní 2020. Færa á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Til að geta lagt umferðartengingu milli Nauthóls og Fossvogsbrúar þarf landfyllingu. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur minna hér á skemmdir á fjörum sem allt þetta hefur í för með sér. Skipulagsyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að fara offari í landfyllingum. Breytingartillagan bar með sér óvissuna sem felst í því hvort flugvöllurinn verður eða fer. Nýta þarf hvern einn og einasta útnára í kringum flugvöllinn. Nær hefði verið að bíða enda yrði uppbygging á svæðinu allt önnur ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. Það er vissulega með öllu óljóst á þessu stigi máls. Meðal þess sem áhyggjur eru af er að það vantar alveg að gera grein fyrir aðgengismálum í tillögum að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar.