Lögð fram fyrirspurn
Zeppelin ehf.
dags. 13. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 9. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg sem felst í að hús að Laugavegi 33 og 33B verði færð í átt að upprunalegu útliti, hús að Laugavegi 35 verði hækkað um eina hæð og timburhluti sama húss verði endurbyggður og hækkaður um eina hæð, hús að Laugavegi 33A og Vatnsstígi 4 verði rifin og ný byggð í þeirra stað, uppbyggingu að Laugavegi 37 o.fl., samkvæmt tillögu
Zeppelin ehf.
dags. 12. nóvember 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 12. nóvember 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. nóvember 2018 og tölvupóstur Orra Árnasonar arkitekts ásamt greinargerð Húsverndarstofnunar Íslands um ástand húss ódags. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 11. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2019.
Vísað í borgarráð.