Blesugróf 34, breyting á deiliskipulagi
Blesugróf 34 (01.885.5)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 53
6. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gests Ólafssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að reisa tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð innan núverandi byggingarreits og með nýtingarhlutfalli 0,45, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta-, og verkfræðistofunnar ehf. dags. 23. nóvember 2018, síðast br. 25. október 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 4. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: mótmæli hagsmunaaðila og húseiganda að Blesugróf og Jöldugróf, undirskriftarlisti 32 aðilar, mótt. 28. mars 2019, Úti og inni arkitekta f.h. eigenda og íbúa Jöldugrófar 24 dags. 2. apríl 2019, ályktun íbúa að Bleikargróf, Blesugróf, Jöldugróf og Stjörnugróf, undirskriftalisti 48 aðilar, dags. 2. apríl 2019, Ingibjörg Lára Skúladóttir f.h. íbúa og eigenda Blesugrófar 16 dags. 3. apríl 2019 og Lagastoð lögfræðiþjónusta f.h. Fjóla ehf., Hrólfs Ölvissonar og Irmu Sjafnar Óskarsdóttur dags. 3. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019. Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019, með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.  Vísað til borgarráðs.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
108 Reykjavík
Landnúmer: 108908 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008288