Fyrirspurn
Lögð fram umsókn VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarholts deiliskipulag svæði 1-norðurhluti vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. í breytingunni felst að útkragandi svalir, sem áður máttu ná 0,8 metra út fyrir byggingarreit, mega nú ná 1,0 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.