Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi
Héðinsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts til að koma fyrir 1-5 ca. 30m2 smáhýsum fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur /Félagsbústaða. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð Héðinsgata 8 fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 12. desember 2018, breytt 23. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Örn Helgason f.h. Héðinsgötu 10 ehf. dags. 5. mars 2019, Kristján Sveinlaugsson f.h. Þingvangs dags. 11. mars 2019, Arnar Þór Ólafsson dags. 11. mars 2019, Stella Guðrún Arnarsdóttir mótt. 11. mars 2019, Ólafur H. Ólafsson f.h. Spörvar Líknarfélag Reykjavíkur mótt. 11. mars 2019, Aron Örn Jakobsson mótt. 11. mars 2019, Kristinn A. Kristinsson mótt. 11. mars 2019, Haraldur Guðnason mótt. 11. mars 2019, Karítas Ósk Þorsteinsdóttir f.h. Alanó Klúbbinn mótt. 11. mars 2019, Ólafur Þórir Guðjónsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Ólafsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Konráðsson mótt. 11. mars 2019, Hrefna Rán mótt. 11. mars 2019, Sigurður Þór Þórsson mótt. 11. mars 2019 og Ásta Björg Jörundar mótt. 11. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019. Tillagan er samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019 með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu erindisins. Vísað til borgarráðs
Svar

(B)    Byggingarmál

Gestir
Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri öldrunar og húsnæðismála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking, Viðreisn, Píratar, Flokkur fólksins, Ísland
    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sosíalistaflokks Íslands styðja eindregið uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa einstaklinga sem margir hverjir búa við fjölþættan vanda. Við tökum undir umsögn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um mikilvægi tímabundins húsnæðis fyrir heimilislausa einstaklinga sem hafa þörf á virkri nærþjónustu og undirstrika að nálægð við úrræði geti skipt sköpum og aukið líkur á bata. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur þegar fundað með Draumasetrinu varðandi fyrirhuguð smáhýsi og mun áfram hafa samband við Alanó Klúbbinn eins og kemur fram í kynningu frá sviðinu.
  • Miðflokkur
    Fulltrúi Miðflokksins mótmælir harðlega samþykkt deiliskipulagsbreytingar vegna Héðinsgötu 8 í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við auglýsingu breytingar. Lítum nánar á tvær þeirra athugasemda sem bárust: Draumasetrið, nálægð,30metrar: Síðastliðin 6 ár hefur líknarfélag rekið áfangaheimilið Draumasetrið fyrir 42 sálir að Héðinsgötu 10 með samþykki borgarráðs og skipulagsyfirvalda Reykjavíkur og Faxaflóahafna. Íbúar hússins er undantekningalaust fólk sem er í bataferli eftir að hafa verið í neyslu áfengis og fíkniefna og koma flestir frá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti, Krísuvík og fangelsum. Allt er gert til að íbúum líði sem best, með miklu aðhaldi, ströngum reglum, fundum og hjálp til að komast aftur til betra lífs. Alanó, nálægð,10metrar: Alanó rekur líknarfélag við Héðinsgötu 1-3 þar sem starfræktar eru yfir 50 12spora deildir AA samtakanna. Varlega áætlað sækja 250-500 manns þessa þjónustu daglega og er stór hluti þeirra nýliðar sem eru að stíga fyrstu og erfiðustu skrefin að nýju lífi án áfengis og fíkniefna. Samantekt: Það frábæra starf sem Draumasetrið og Alanó hafa staðið fyrir í fjölda ára er sett í algjört uppnám þar sem ein stærsta forsenda bata alkahólista og fíkla er að slíta með öllu samgangi við neyslustaði og þá sem eru í neyslu. Að setja bata þúsunda í hættu fyrir úrræði fyrir 5 einstaklinga er glapræði.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á búsetuúrræði til lengri og skemmri tíma. Þessi úrræði eru mikilvæg, enda hefur fjöldi heimilslausra tvöfaldast á fáum árum. Hér hafa komið fram sterk andmæli frá aðilum sem eru að vinna í bataferli og er vert að virða sjónarmið þeirra. Þá er nauðsynlegt að heimildin sé til fyrirfram skilgreinds tíma þar sem búseta er óheimil samkvæmt aðalskipulagi.
105 Reykjavík
Landnúmer: 103870 → skrá.is
Hnitnúmer: 10002456