Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts til að koma fyrir 1-5 ca. 30m2 smáhýsum fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur /Félagsbústaða. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð Héðinsgata 8 fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 12. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.