Úlfarsárdalur, breyting á skilmálum deiliskipulags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 24
16. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni á lóð Úlfarsbrautar 122-124 og 126, samkvæmt tillögu Landmótunar dags. 14. desember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.