Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að tengigangur á 2. hæð milli Skála (Kirkjustræti 12) og nýbyggingar á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu er breytt þannig að brot kemur á hann á móts við tengibyggingu í Kirkjustræti 8B og gengur hann þaðan á ská yfir reitinn að Nýbyggingu, skarð í nýbygginguna að Vonarstræti sem gengur inn að inngarði er stækkað og lóðarmörk vestan Vonarstrætis 10 eru færð um 60 cm. þannig að lóðin minnkar um 15 fm., samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 8. janúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda að Vonarstræti 10 dags. 30. janúar 2019. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.