Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi
Grundarstígur 7 (01.184.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Árni Guðjónsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 39
5. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 22. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019.  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað í borgarráð.
101 Reykjavík
Landnúmer: 101997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010987