Fulltrúar sjálfstæðisflokksins sitja hjá og bóka: Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfssemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun.