Lambhagavegur 7, breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur 7 (02.647.5)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 35
17. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar-Halla, atvinnusvæði, vegna lóðarinnar nr. 7 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að stækka byggingareit á 1. hæð/jarðhæð um 10 metra til austurs allt að lóðarmörkum og stækkun um 10 metra á norður- og suðurhlið. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. KRark dags. 12. júní 2018 br. 10. apríl 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendur athugasemdir: Veitur ohf. dags. 27. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019.  Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019 og lagfærðum uppdr. KRark dags. 12. júní 2018 br. 10. apríl 2019. 
Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.