Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Skálafell (35.3)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 29
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Landslags ehf. dags. 8. febrúar 2019 ásamt greinargerð ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, sem er í samræmi við samþykkt framtíðaráform samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Í breytingunni felst m.a. að fella út og sameina byggingarreiti fyrir skíðalyftur, færa byggingarreiti fyrir smáhýsi, minnka það svæði sem skilgreint er fyrir skíðabrekkur, fækka mögulegum bílastæðum, fjölga valkostum um vatnslón fyrir snjóframleiðslu o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 14. febrúar 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.