Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst í að rýmka heimildir fyrir iðnaðarstarfsemi með ákveðnum skilyrðum, á tiltekinni lóð á Esjumelum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið sem er auglýst samhliða. Jafnframt er gert ráð fyrir lóð undir veitumannvirki við norðvesturenda svæðisins, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 13. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2019. Samþykkt.
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.