Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur. Skipulagið felur í sér endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreits fyrir flutningshúsið Norðurpól og ný létt mannvirki fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu, samkvæmt uppdr.
Yrki arkitekta ehf.
dags. 27. nóvember 2019 br. 5. mars 2020. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 27. nóvember 2019, greinargerð
Yrki arkitekta ehf.
dags. 27. nóvember 2019 br. 5. mars 2020 og umferðarskýrsla Eflu dags. 29. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. janúar 2020, Jón Rúnar Pálsson dags. 15. janúar 2020, Minjavernd dags. 20. janúar 2020, Ingólfur Kristjánsson dags. 27. janúar 2020, Ólafía Einarsdóttir dags. 27. janúar 2020, Samúel Torfi Pétursson dags. 29. janúar 2020, Íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020, Landssamtök hjólreiðamanna dags. 29. janúar 2020, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu dags. 29. janúar 2020, skrifstofa umhverfisgæða dags. 29. janúar 2020, Bifreiðafélagið Frami dags. 29. janúar 2020, Jón Rúnar Pálsson dags. 29. janúar 2020 og Mörkin lögmannsstofa hf. f.h. Hreyfils dags. 29. janúar 2020. Einnig eru lögð fram minnisblöð Veitna annars vegnar um Stofnlögn fráveitu dags. 30. janúar 2020 og hins vegar um athugasemdir Veitna við tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlemm dags. 31. janúar 2020. Jafnframt er lagt fram minnisblað Veitna dags. 3. mars 2020 með athugasemdum og fundargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26 febrúar 2020 vegna fundar 19. febrúar 2020 með fulltrúum frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, LRH. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2020.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2020.
Vísað til borgarráðs.