Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi
Smiðjustígur 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 34
10. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt dags. 27. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10  við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að lóðin Smiðjustígur 10 minnkar á lóðamörkum austanmeginn, þ.e. lína lóðamarka færist um 1,9 metra til vesturs, og lóðin Klapparstígur 16 stækkar sem því nemur á lóðarmörkum vestanmegin ásamt því að heimilt er að koma fyrir liftustokk niður í Kjallara á sunnanverði baklóð Klapparstíg 16, samkvæmt uppdr. Davíðs Kristjáns Chatham Pitt arkitekts dags. 5. mars 2019. Í breytingu þessari er einnig gerð leiðrétting á samþykktu deiliskipulagi frá 2. desember 2005 fyrir reitinn vegna lóðastærðar Smiðjustígs 10. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
101 Reykjavík
Landnúmer: 101380 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018510