Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. mars 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í tillögunni felst breyting á nýtingarhlutfalli.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.