Ingólfsstræti 1, breyting á deiliskipulagi
Ingólfsstræti 1 (01.150.3)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 56
4. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkit. f.h. Framkvæmdafélagsins Skjald ehf. dags. 9. apríl 2019 ásamt bréfi dags. 9. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Ingólfsstræti. Í breytingunni felst að heimila stækkun á inndreginni efstu hæð hússins og nýjan inngang frá Skúlagötu, samkvæmt uppdrætti Arkitekta Laugavegi 164 ehf. /Glámu-Kím dags. 20. nóvember 2019. Einnig er lögð fram skýringarmynd dags. 20. nóvember 2019 og aðaluppdr. dags. 13. september 2019 sem sýnir stækkun efstu hæðar.  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100974 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023200