Grandagarður 1A, kæra 33/2019, umsögn, úrskurður
Grandagarður 1A (01.115.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 37
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. maí 2019 ásamt kæru dags. 7. maí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 að samþykkja leyfisveitingu til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga, og komið verður fyrir nýju bílastæði á lóð nr. 1A við Grandagarð. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.