Bergstaðastræti 10C, breyting á deiliskipulagi
Bergstaðastræti 10C (01.180.21)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Magnús Albert Jensson
Helga Völundardóttir
Skipulags- og samgönguráð nr. 57
11. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 10. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 10C við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst leiðrétting og breyting á lóðarmörkum og gerð byggingarreits fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og skúrs á baklóðinni, samkvæmt uppdrætti Magnúsar Jenssonar dags. 19. nóvember 2015. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Bergstaðastræti 12 mótt. 4. desember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. júlí 2019.  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Gestir
Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Landnúmer: 101698 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120945