Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi
Stóragerði 11A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni felst að færa almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta lóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Landnúmer: 107732 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003715