Lambastekkur 5-11, breyting á deiliskipulagi
Lambastekkur 5 (04.616.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Eggert Antoníus Ólafsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Eggerts Antoníusar Ólafssonar dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I, neðra Breiðholts, vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Lambastekk. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir bílgeymslu við norðurhlið hússins nr. 9 við Lambastekk ásamt breytingu á notkun núverandi bílgeymslu í vinnustofu og geymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Teiknistofu arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 20. maí 2019, br. 12. júní 2019. Einnig er lögð fram yfirlýsing eigenda að Lambastekk 7 dags. 27. febrúar 2019.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
Gestir
Birkir Ingibjartsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
109 Reykjavík
Landnúmer: 111834 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014921