Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með megin áherslu á stefnu um íbúðarbyggð og tengsl húsnæðisuppbyggingar og fyrirhugaðrar Borgarlínu. Eftirfarandi gögn eru lögð fram: a. Reykjavík 2040. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. janúar 2021, þar sem lýst er megin forsendum breytingartillagna og framlengingu skipulagstímabils og sett fram ný bindandi megin markmið, sem bætast við gildandi aðalskipulag. b. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði (bindandi stefna), ásamt fylgiskjölum í viðauka, dags. janúar 2021. Uppfærður kafli aðalskipulagsins er lýsir stefnu um landnotkun og byggingarmagn, ásamt ýmsum sérákvæðum. Vakin er athygli á því að allar tillögur að breytingum og viðbótum í umræddu skjali eru feitletraðar. Annar texti í skjalinu, sem ekki er feitletraður, er hluti af gildandi aðalskipulagi og mun ekki taka breytingum samkvæmt tillögunum. c. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Þéttbýlisuppdráttur (1:20.000) og sveitarfélagsuppdráttur (1:50.000). Skipulagsuppdrættir uppfærðir sbr. breytingartillögur og áorðnar breytingar síðan 2014, með nýrri yfirskrift skipulagstímabils. Gögnin í c. lið eru ekki lögð fram. d. Umhverfisskýrsla, VSÓ-ráðgjöf (janúar 2021).  Jafnframt er lagt fram yfirlit athugasemda, dags. 6. janúar 2021, sem komu fram við forkynningu tillögunnar (sjá Viðauka 8, í greinargerð sbr. b-liður).
Svar

Kynnt.Afgreiðslu frestað.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Ekki er auðvelt að átta sig á öllum breytingum sem verða á aðalskipulaginu og útilokað að koma öllum athugasemdum fyrir í stuttri bókun. Landfyllingaráform við Elliðaárósa eru ekki af hinu góða. Tillögur um mótvægisaðgerðir eru aumar. Réttast væri að hætta landfyllingum, sem er greinileg allt of freistandi aðgerð þegar eitthvað nýtt á að gera. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir ábendingar um að þétting byggðar leiðir til dýrari íbúða en ella og samræmist ekki vel stefnu um hagkvæmt húsnæði. Vakin er athygli á húsnæðisþörf fólks á aldri yfir 67 ára. Einnig er bent á mikilvægi þess að búa til mun fleiri kjarna slíkrar byggðar, eins og tekist hefur vel til með við Sléttuveg, þar sem íbúðir njóta nálægðar við ”þjónustusel” sem rekin eru af borginni, almennri félagsaðstöðu, með gott aðgengi að útivistarsvæðum. Síðast en ekki síst er tekið undir athugasemdir vegna Arnarnesvegar og gatnamóta fyrirhugaðrar götu við Breiðholtsbraut og bent á hin neikvæðu umhverfisáhrif sem óttast er að gatnamótin munu hafa. Fulltrúi Flokks fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs hafa fært rök fyrir mikilvægi þess að fá nýtt umhverfismat. Matið sem styðja á við er 18 ára og margt hefur breyst á þeim tíma. Sú útfærsla sem er boðuð lokar fyrir framtíðarmöguleika fyrirhugaðs Vetrargarðs.