Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með megin áherslu á stefnu um íbúðarbyggð og tengsl húsnæðisuppbyggingar og fyrirhugaðrar Borgarlínu. Eftirfarandi gögn eru lögð fram:
a. Reykjavík 2040. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. janúar 2021, þar sem lýst er megin forsendum breytingartillagna og framlengingu skipulagstímabils og sett fram ný bindandi megin markmið, sem bætast við gildandi aðalskipulag.
b. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði (bindandi stefna), ásamt fylgiskjölum í viðauka, dags. janúar 2021. Uppfærður kafli aðalskipulagsins er lýsir stefnu um landnotkun og byggingarmagn, ásamt ýmsum sérákvæðum. Vakin er athygli á því að allar tillögur að breytingum og viðbótum í umræddu skjali eru feitletraðar. Annar texti í skjalinu, sem ekki er feitletraður, er hluti af gildandi aðalskipulagi og mun ekki taka breytingum samkvæmt tillögunum.
c. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Þéttbýlisuppdráttur (1:20.000) og sveitarfélagsuppdráttur (1:50.000). Skipulagsuppdrættir uppfærðir sbr. breytingartillögur og áorðnar breytingar síðan 2014, með nýrri yfirskrift skipulagstímabils. Gögnin í c. lið eru ekki lögð fram.
d. Umhverfisskýrsla, VSÓ-ráðgjöf (janúar 2021).
Jafnframt er lagt fram yfirlit athugasemda, dags. 6. janúar 2021, sem komu fram við forkynningu tillögunnar (sjá Viðauka 8, í greinargerð sbr. b-liður).