Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga til kynningar umhverfis- og skipulagssviðs að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, endurskoðun stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknileg uppfærsla Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Eftirfarandi eru gögn sem fylgja málinu og eru hér lögð fram; 1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Megin markmið um þróun byggðar og bindandi ákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og yfirbragð byggðar, grænt hefti, tillaga, dags. maí 2021.  2. Þéttbýlisuppdráttur, 1:20.000, tillaga dags. í maí 2021. 3. Sveitarfélagsuppdráttur, 1: 50.000, tillaga dags. í maí 2021. 4. Umhverfisskýrsla: Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Endurskoðuð stefna um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til 2040 (B3), dags. í janúar uppf. í maí 2021, VSÓ-ráðgjöf. 5. Reykjavík 2040. Lýsing helstu breytinga og forsendur (B1), blátt hefti, dags. í maí 2021. 6. Forsendur og áherslur sem samþykktar voru með AR2010-2030. Ítarefni og skýringargögn (B2). Kaflar merktir  B2. Borgin við Sundin, B2. Skapandi borg, B2. Græna borgin, B2. Vistvænni samgöngur, B2. Borg fyrir fólk og B2. Miðborgin.  7. Skipulagsstofnun, umsögn dags. 20, maí 2021. 8. Minnisblað umhverfis- og skipulagssvið, dags. 28. maí 2021. Tillagan var auglýst frá 21. júní 2021 til og með 23. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Reynir Kristinsson dags. 21. júní 2021, Sigurður Loftur Thorlacius (tveir tölvupóstar) dags. 7. júlí 2021, Hvalfjarðarsveit dags. 14. júlí 2021, Landsnet dags. 26. júlí 2021, Guðmundur Svafarsson dags. 3. ágúst 2021, María Jensen  dags. 3. ágúst 2021, Gunnhildur Karlsdóttir Rocksén dags. 3. ágúst 2021, Jóhanna Steinsdóttir dags. 4. ágúst 2021, Ingunn Mjöll Birgisdóttir og Viktor Gunnar Edvardsson dags. 4. ágúst 2021, Ásgeir Logi Ísleifsson dags. 4. ágúst 2021, Stefán Hrannar Guðmundsson dags. 4. ágúst 2021, Magnea Rut Ásgeirsdóttir dags. 4. ágúst 2021, Lárus Guðmundsson dags. 5. ágúst 2021,  Helga Karlsdóttir dags. 5. ágúst 2021, Baldur Hrafn Björnsson dags. 5. ágúst 2021, Sigrún Valdimarsdóttir dags. 5. ágúst 2021, Halldóra Sigríður Ásgrímsdóttir 5. ágúst 2021, Soffía Traustadóttir dags. 6. ágúst 2021, Kolbrún Sif Halldórsdóttir dags. 6. ágúst 2021, Ásgerður Karlsdóttir dags. 9. ágúst 2021, Yrsa Rós Brynjudóttir dags. 9. ágúst 2021, Karen Ósk Pétursdóttir og Magnús Árnason dags. 9. ágúst 2021, Valur Júlíusson dags. 9. ágúst 2021, Margrét Gíslínudóttir dags. 10. ágúst 2021, Hildur Kristjánsdóttir dags. 10. ágúst 2021, Gísli Páll Reynisson dags. 16. ágúst 2021, Mosfellsbær dags. 16. ágúst 2021, Barcley Anderson dags. 16. ágúst 2021, Hrafnhildur Sigurðardóttir dags. 16. ágúst 2021, Garðabær dags. 17. ágúst 2021, íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 17. ágúst 2021, Oddur Gunnar Jónsson dags. 17. ágúst 2021, Landslög f.h. Lambhagavegs fasteignafélags ehf. dags. 17. ágúst 2021, Hrund Snorradóttir dags. 18. ágúst 2021, Bergur Anderson dags. 18. ágúst 2021, íbúaráð Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir 21. ágúst 2021, Kári Kolbeinsson dags. 21. ágúst 2021, Sigurbjörn Hjaltason dags. 22. ágúst 2021, Reynir Kristinsson dags. 22. ágúst 2021, stjórn húsfélags Hólmasunds 4-20 íbúa dags. 23. ágúst 2021, Reiðveganefnd SV-svæðis dags. 23. ágúst 2021,  Steinunn Haraldsdóttir dags. 26. ágúst 2021, Friðjón Sigurðarson f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 26. ágúst 2021, svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs dags. 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 13. ágúst 2021, íbúar (undirskriftalisti samtals 245 aðilar) í Brúnastekk, Geitastekk, Gilsárstekk, Núpabakka, Ósabakka, Prestbakka, Réttarbakka, Staðarbakka, Tungubakka, Urðarbakka og Víkurbakka dags. 28. ágúst 2021, Veðurstofa Íslands 30. ágúst 2021, 8 íbúar og landeigendur í Kollafirði dags. 30. ágúst 2021, Jóhannes Þórðarson og Sigbjörn Kjartansson dags. 30. ágúst 2021, Guðmundur S. Johnsen f.h. Græðis, Vega og landeigendafélags í Reynisvatns og Ósakotslandi dags. 30. ágúst 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 31. ágúst 2021, Samtök um betri byggð dags. 31. ágúst 2021, Borgarholtsskóli dags. 31. ágúst 2021, LEX lögmannsstofa f.h. JÁVERKS ehf. dags. 31. ágúst 2021, Landvernd dags. 31. ágúst 2021, Karl Alvarsson f.h. Isavia innanlandsflugvalla ehf. dags. 31. ágúst 2021, Heimir Örn Herbertsson f.h 20 íbúa við Ægisíðu 102 dags. 31. ágúst 2021, Prýðisfélagið Skjöldur dags. 31. ágúst 2021, Dagmar Viðarsdóttir dags. 31. ágúst 2021, Tryggvi Gunnar Tryggvason og Tinna María Magnúsdóttir dags. 31. ágúst 2021, Listaháskóli Íslands dags. 31. ágúst 2021, Veitur dags. 31. ágúst 2021, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Gunnlaugur Friðriksson, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þorvarður Löve dags. 31. ágúst 2021, stjórn íbúasamtaka Laugardals dags. 31. ágúst 2021, Anna Sif Jónsdóttir f.h. íbúa að Fornastekk 7 dags. 31. ágúst 2021, formaður íbúaráðs Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2021, Ásta Logadóttir, Helgi Már Hannesson og Þóra Björk Samúelsdóttir f.h. hönd Ljóstæknifélags Íslands dags. 31. ágúst 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 31. ágúst 2021, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 1. september 2021, stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs dags. 6. september 2021, Steinn Sigurðsson dags. 7. september 2021 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 16. september 2021. 
Svar

kynntFulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Gestir
Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Aðalskipulag til 2040 er gallað. Ekki síst í húsnæðismálum. Nauðsynlegt er að íbúðaframboð sé fullnægjandi og raunsætt á tímabilinu. Ef spá um kröftugan vöxt rætist er árleg þörf talin 1.210 íbúðir á ári til 2040. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga. Áhyggjur vekur að ekki er áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug. Ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu á Geldinganesi og möguleikar lítið nýttir á Kjalarnesi. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og óvissa er um uppbyggingu í Úlfarsárdal. Þá er beinlínis gengið út frá því að yfir 4.000 íbúðir verði byggðar á skipulagstímanum þar sem flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru. Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar upp á þúsundir íbúða. Gengið er á græn svæði og er gert ráð fyrir fjögurra hæða húsum efst í Laugardalnum upp á 30.000 m2 (á reit M2g). Tillagan gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika hvað varðar notkunarheimildir atvinnuhúsnæðis. Þá er þrengt verulega að þróunarmöguleikum Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Af þessum sökum og öðrum leggjumst við gegn aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
  • Miðflokkur
    Verið er að breyta aðalskipulagi til ársins 2040 sem byggir á endurskoðaðri stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknilegri uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Byggir þessi breyting á viðaukum við það aðalskipulag og er það gagnrýnt. Þegar aðalskipulagi er breytt ber að taka það upp í heilu lagi. Allt þetta miðar að þrengingu á þéttingarreitum og er sett fram til að réttlæta hina svokölluðu borgarlínu, að gefa leyfi fyrir háum byggingum með tilheyrandi skuggavarpi í hverfunum ásamt því að útrýma bílastæðum fyrir fjölskyldubílinn. Þetta er afleit stefna í sveitarfélagi sem á gnótt landsvæðis sem gæti leitt til hraðrar uppbyggingar á hagkvæmu og fjölbreyttu húsnæði og er eingöngu til þess fallið að halda fasteignaverði í botni.
  • Flokkur fólksins
    Fjölmargar athugasemdir bárust og tekið er tillit til fæstra. Frá efra Breiðholti er mótmælt stefnu um hæðir húsa á reit nr. 81, Norður Mjódd en skorað er á að færa reitinn í flokkinn 5 hæðir eða minna enda fyrir því reifuð ágæt rök.  Fulltrúi Flokks fólksins fagnar tillögum íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að banna spilasali almennt í miðborginni og við Hlemm. Tekið er undir áhyggjur íbúaráðs Vesturbæjar af umferð um Miklubraut á meðan framkvæmd Miklubrautar í stokk stendur yfir. Það er miður að sjá hvað byggingar við strandlengju skyggja á heilu hverfin.  Áhyggjur eru af þéttingu byggðar í vesturbæ og að borgarlína muni ekki þjóna hverfinu vel. Ef horft er á hverfi í Laugarnesi þá liggur ekki fyrir þarfagreining vegna skólamála sem skoða átti í sumar. Tryggja þarf hvernig skólum getur fjölgað eða þeir sem fyrir eru stækkað. Ekki er heldur tryggt hvernig blöndun verður í hverfum þannig að léttur iðnaður geti þrifist innan íbúðahverfa. Til að ekki myndist farvegir fyrir verðhækkanir íbúða  þarf að vinna hratt og örugglega að því að ávallt sé framboð á byggingarreitum- stórum sem smáum lóðum. Setja þarf kröfur um meðalstærð íbúða á sérhverjum reiti til þess að þeir sem þar byggja geta  valið um hvernig stærðardreifing verður