Álfsnesvík, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík. Í tillögunni er verið að skilgreina 7,5 ha lóð fyrir alla almenna starfsemi Björgunar á Álfsnesi. Um er að ræða efnisvinnslusvæði með viðlegukanti, þar sem landað er seti af hafsbotni. Hámarks byggingarmagn er 1.000 fm innan byggingarreits, auk 300 fm fyrir skýli utan byggingareita o.fl. samkvæmt uppdr. Alta dags. 29. maí 2019 og greinargerð Alta dags. 29. maí 2019. Skipulags- og samgönguráð leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagstillögunni áður en það fer í auglýsingu. Lagt er til að ákveðnar verði tekið á landmótun og öðrun umhverfisfrágangi við svæðið í greinargerð.
Svar

Samþykkt er að auglýsa tillögu með þeim breytingum sem komu fram á fundinum samkvæmt 1. mgr. 41. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.Vísað í borgarráð.

Gestir
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir fulltrúi Alta og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.