Elliðaárdalur, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 89
18. nóvember, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal. Skipulagið byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994 sem fellt er úr gildi. Í tillögunni eru afmörkuð og skilgreind hverfisverndarsvæði í dalnum, gerð grein fyrir helstu göngu- og hjólastígum ásamt nýjum þverunum yfir Elliðaárnar og skilgreind helstu útivistar- og áningarstaðir, samkvæmt uppdr. Landslags. ehf. dags. 10. febrúar 2020 síðast br. 16. nóvember 2020. Einnig er lögð fram greinargerð Landslags ehf. um forsendur deiliskipulags dags. 10. febrúar 2020 br. 16. nóvember 2020, greinargerð Landslags ehf. um stefnumörkun og skilmála dags. 10. febrúar 2020 br. 16. nóvember 2020, skýringarmynd Landslags ehf. dags. 10. febrúar 2020 og drög Borgarsögusafns Reykjavíkur að varðveislumati og húsaskrá fyrir Elliðaárdalinn. Einnig er lagður fram tölvupóstur stjórnar Hollvinasamtakanna dags. 19. mars 2020 og bréf Halldórs Páls Gíslasonar f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdals dags. 21. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2020 til og með 18. maí 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Jón Þór Ólason f.h. Stangveiðifélags Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2019, Bjarni V. Guðmundsson dags. 18. mars 2020, Vegagerðin dags. 19. mars 2020 og 19. maí 2020, Hörður Guðjónsson f.h. íþróttafélagsins Fylkis dags. 22. apríl 2020, Umhverfisstofnun dags. 22. apríl 2020, Hlín Sverrisdóttir dags. 7. maí 2020, Hestamannafélagið Fákur dags. 12. maí 2020, skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 14. maí 2020, Sædís Þorleifsdóttir dags. 17. maí 2020, Gunnar H. Guðmundsson dags. 18. maí 2020, Orkuveita Reykjavíkur dags. 18. maí 2020, Veitur dags. 18. maí 2020, Snorri Gunnarsson dags. 18. maí 2020, Ólafur Haraldsson f.h. Frisbígolffélags Reykjavíkur og Íslenska frisbígolfsambandsins dags. 18. maí 2020, Halldór Páll Gíslason f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins dags. 18. maí 2020, Jósep Valur Guðlaugsson dags. 19. maí 2020, íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts dags. 19. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 4. júní 2020 og íbúaráð Breiðholts dags. 16. júní 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 203, dags. 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2020.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillagan myndar ramma utan um heildarskipulag dalsins. Stígakerfi er bætt og gert er ráð fyrir nýjum brúartengingum fyrir gangandi og hjólandi, hverfisvernd er aukin og rammi settur utan um starfsemi í dalnum. Eftir umsagnarferli eru gerðar ýmsar minniháttar breytingar til að koma til móts við athugasemdir og endurspegla í skipulagi þá starfsemi sem þegar er í dalnum (skíðabrekka, frísbígolfvöllur) eða er þar fyrirhuguð (OR-sýning). Breytingar vegna mögulegra útfærslna gatnamóta í Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar eru ekki hluti af þessari tillögu en kunna að vera nauðsynlegar í framhaldinu.
  • Sósíalistaflokkur, Ísland
    Áheyrnarfulltrúi Sósíalista fagnar aukinni vernd Elliðaárdalsins og bættum tengingum fyrir hjólandi og gangandi en hefði viljað sjá þróunarsvæðin við Stekkjabakka og Suðurfell inni í skipulaginu. Einnig hefði fulltrúinn viljað sjá allan dalinn friðaðan en ekki bara svæðin á milli stíganna.
  • Miðflokkur
    Það er kaldhæðnislegt að ræða ekki nýlega tæmingu Árbæjarlóns í umræðu um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, en stíflan eru friðuð og þar með lónið. Það er mjög sláandi að sjá að skipulagið taki skarpa beygju fram hjá þróunarreit Stekkjarbakka Þ73, þar sem fyrirhuguð gróðurhvelfing/Bio Dome á að rísa. Fyrri hugmyndir gengu út á að reiturinn væri innan þessa mikilvæga útivistar- og náttúrusvæðis sem Elliðarárdalurinn er. Mörk deiliskipulags á öðrum stöðum miðast við útlínur dalsins. Elliðarárdalurinn býr yfir afar fjölbreyttu lífríki. Það er mat borgarfulltrúa Miðflokksins að svæðið innan deiliskipulagsins ætti allt að njóta hverfisverndar í stað þess að marka það innan þeirra stíga sem liggja meðfram ánni á báða bóga. Ríkið verður að grípa inn í þessa atburðarás og friðlýsa svæðið strax eins og gert var með Akurey í Kollafirði 2019. Með friðun er tryggður réttur komandi kynslóða til að njóta náttúrugæðanna sem dalurinn býður uppá. Náttúra innan borgarmarka er takmörkuð auðlind. Elliðarárdalurinn er ein af stærstu auðlind Reykvíkinga.
  • Flokkur fólksins
    Elliðaárdalurinn er mörgum afar kær jafnvel þótt varla sé hægt að tala um hann sem ósnortna náttúru lengur. Hann er manngerð náttúra. Þar með er þó ekki sagt að gildi hans sé ekki mikið, þvert á móti. En náttúruleg þróun hans mun taka mið af þeim gróðri sem þar hefur verið plantað. Furur og greni munu sá sér út og barrskógur verður líklega ríkjandi ef ekki verður að gert. Útsýni verður þá takmarkað við næstu metra. Kvartað hefur verið yfir ýmsu í ferlinu t.d. að áform voru ekki öll kynnt í vor þegar deiliskipulag í dalnum var kynnt. Mikil umræða hefur verið um lónið sem er greinilega mörgum kært. Um það vilja margir standa vörð. Tappann skal taka úr vegna þess að ein stofnun sagði að það væri gott fyrir lífríkið. En fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um stífluna sem er friðlýst og ekki verður átt við hana án leyfis. Stíflan rífur sjónlínu milli efri og neðri hluta dalsins. Hún liggur yfir ána, bakka á milli og klýfur dalinn- farveginn- í tvennt sjónrænt séð. Tilgangur þessa mannvirkis er lokið. Með því að rífa hana er farið í átt að upprunalegu ástandi Elliðaárdals sem hlýtur að vera jákvætt.