Fyrirspurn
Kynnt eru drög að tillögu Landslags fyrir hönd Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að nýju deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Nýtt skipulag byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994. Elliðaárdalurinn er mikilvægt útivistar- og náttúrusvæði í Reykjavík með ríka sögu og sterka ímynd meðal borgarbúa og á undanförnum árum hefur vægi og gildi dalsins innan borgarinnar aukist og fleiri hópar og einstaklingar nýta Elliðaárdalinn til útivistar, afþreyingar og sem samgönguleið. Skilgreind eru í nýju skipulagi forsendur, viðfangsefni og markmið tillögunnar.
Kynnt.