Reitur 1.240.3, Snorrabraut, Grettisgata, Rauðarárstígur og Njálsgata, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 20. júní 2019 um gerð nýs deiliskipulags fyrir reit 1.240.1 sem afmarkast af Grettisgötu, Rauðarárstíg, Njálsgötu og Snorrabraut. Í tillögunni felst uppbygging á lóð nr. 89 við Njálsgötu fyrir leikskóla og þjónustumiðstöð, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur frá 2004. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs
Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.