Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin ehf. dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin á Laugavegi 33, 33B og 35 verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð, timburhúsið að Laugavegi 35 verði lengt til austurs og leyft verði að byggja fjórlyft hús á baklóð. Húsið að Laugavegi 37, sem stendur við götu helst óbreytt, en gert er ráð fyrir að gamalt timburhús á baklóð Laugavegs 37 verði flutt, nýlegt steinhús á baklóð rifið og nýtt hús, þriggja hæða með kjallara, reist í staðinn. Einnig er gert ráð fyrir að timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og nýtt hús, þrjár hæðir með tveggja hæða risi, byggt í staðinn. Deiliskipulagið heimilar byggingu bílageymslu undir þeim hluta lóðanna, þar sem ekki standa friðuð hús. Breytingar verða á lóðarstærðum samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019, síðast br. 13. mars 2020 og skýringaruppdr. dags. 28. júní 2019, lagf. 22. ágúst 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðningur fyrir hótelstarfsemi, ásamt mæli- og hæðarblaði og mat og úrskurður Minjastofnunar Íslands dags. 9. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur og Knúts Bruun dags. 24. október 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 23. september 2019 til og með 14. nóvember 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristinn B. Ragnarsson f.h. Perla Properties ehf. dags. 8. október 2019, Ásmundur Hrafn Sturluson frá Kurt og Pí dags. 30. október 2019, Direkta lögfræðiþjónusta og rágjöf f.h. Gylfa Björnssonar og Önnu Þóru Björnsdóttur dags. 1. nóvember 2019, Lena G. Hákonardóttir dags. 3. nóvember 2019, Valgerður Árnadóttir dags. 4. nóvember 2019, Benóný Ægisson f.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2019, Eva María Þórarinsdóttir Lange dags. 4. nóvember 2019, Birna Hrönn Björnsdóttir dags. 4. nóvember 2019, LMB Mandat lögmannsstofa f.h. Péturs Jónassonar og Hrafnhildar H. Guðmundsdóttur eigendur íbúðar með fastanr. 222-2958 og Nýhafnar 3-7 ehf. eiganda íbúðar með fastanr. 222-2956 dags. 8. nóvember 2019, Karl Mikli ehf. , Knútur Bruun, Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Hilmar Einarsson dags. 12. nóvember 2019 og Lögfræðistofa Reykjavíkur f.h. Karls Mikla ehf. dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Þjóðkirkjunnar dags. 7. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2020. Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sósíalisti
    Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur áherslu á að ekki eigi að heimila fleiri hótel sérstaklega í því ástandi og óvissu sem við búum við núna. Allt púður ætti að vera sett í að tryggja öllum gott húsnæði á viðráðanlegu verði.
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins hefur lengi haft áhyggjur af miðbænum eins og hann stefndi í áður en Covid 19 skall á. Eftir Covid 19 er ekki gott að sjá hver þróunin verður, hvernig verslun sem dæmi eigi eftir að þróast. Tugir verslunareigenda höfðu þá þegar flúið miðbæinn áður en faraldurinn skall á. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á nokkrum lóðum á Laugavegi sem stór hópur íbúa er ekki par sáttur við m.a. að byggja eigi bílakjallara og hótel, enn eitt hótel á svæðinu. Íbúasamtök miðborgarinnar vara jafnframt við fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Stefna borgarinnar er aukið íbúalýðræði og því hvetur Flokkur fólksins skipulagsyfirvöld til að vanda sig í samskiptum við fólk og minnir á að í meirihlutasáttmála stóð til að vinna með fólkinu í borginni en ekki gegn því.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að heimildir eldra skipulags til að rífa nokkur gömul hús við Laugaveg er felld úr gildi. Það er fagnaðaefni. Samkvæmt tillögunni verður húsið við Laugaveg 33 og viðbygging við hana gert upp í samræmi við upphaflega gerð. Sama gildir um Laugaveg 33B. Húsin við Laugaveg 35 verða einnig gerð upp og hækkuð um eina hæð. Kveðið er á um að endurgerð húsanna skuli unnin í samráði við Minjastofnun. Enginn vafi er á að húsaröðin verður til prýði á Laugaveginum. Aukið byggingarmagn sem eldra deiliskipulag heimilaði verður ekki aftur tekið án skaðabóta. Það verður fært á Vatnsstíg og baklóðir. Tillagan gerir ráð fyrir að Vatnsstígur 4, sem skemmdist illa af eldi fyrir nokkrum árum, og Laugavegur 33A verði rifin að fengnu leyfi Minjastofnunar. Gert er ráð fyrir að á reitnum verði almennar íbúðir og gististarfsemi en verslanir og veitingastaðir á jarðhæðum.