Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019. Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar, fulltrúa Viðreisnar og Katrínu Atladóttur og Hildar Björnsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti tillögunni.  Vísað til borgarráðs
Svar

Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bókar: Það eru vonbrigði að málið sé afgreitt með flýtimeðferð þegar samráðsferlið hefur verið eins umdeilt og raun ber vitni. Samkvæmt framlagðri áætlun átti að ljúka deiliskipulagi fyrir göngugötur í október-nóvember, en hér í reynd verið að afgreiða málið í september bæði úr skipulags- og borgarráði. Þá liggur ekki fyrir endanleg útfærsla á aðgengi fyrir þá sem þurfa að komast inn á svæðið á bíl, svo sem íbúar, hreyfihamlaðir og neyðarþjónusta slökkviliðs, lögreglu og sjúkrabíla. Rekstur verslana og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur hefur verið afar þungur undanfarið og tugir rekstaraðila hafa hætt rekstri. Hærri gjöld, launakostnaður, slæmt aðgengi vegna framkvæmda og aðrir þættir hafa dregið þróttinn úr mörgum rekstraraðilum. Vilji meirihluta rekstraraðila er skýr; þeir leggjast gegn heilsárslokun. Hér hefur ekki verið hlustað á þessi sjónarmið sem skyldi og því greiði ég atkvæði gegn þessari afgreiðslu. 

Gestir
Fulltrúi Landslags ehf., Þráinn Hauksson og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.