Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmið og tilgangur verkefnisins er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið verður í framhaldinu hvort unnið verði eitt heildstætt skipulag fyrir götukaflana, eða svæðið bútað niður í áfanga. Lýsing var kynnt frá 31. júlí 2019 til og með 21. ágúst 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins dags. 7. ágúst 2019, Skipulagsstofnun dags. 8. ágúst 2019 og Veitur ohf. dags. 21. ágúst 2019.
Kynnt.