Fyrirspurn
Lögð er fram lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmið og tilgangur er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða því að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið verður í framhaldinu hvort unnið verði eitt heildstætt skipulag fyrir götukaflana, eða svæðið bútað niður í áfanga.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lýsingu dags. 28. júní 2019 samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða lýsingu fyrir eftirfarandi aðilum:
Skipulagsstofnun, Samtökin Miðborgin Okkar, Miðbæjarfélagið , Minjastofnun Íslands Borgarsögusafn Reykjavíkur, OR/Veitur, Öryrkjabandalagið, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu og einnig fyrir þeim aðilum sem nefndir eru í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Vísað til borgarráðs.