Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2019 ásamt kæru dags. 5. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 26. júní 2019 um að gefa út byggingarleyfi sem felst í að heimilt er að byggja yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 29 við Heiðargerði og klæða húsið með litaðri stál- eða álklæðningu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. júlí 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. mars 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hins kærða byggingarleyfis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. júní 2018 vegna hússins nr. 29 við Heiðargerði.