Laugavegur 35, kæra 73/2019
Laugavegur 35 (01.172.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. júlí 2019 ásamt kæru dags. 25. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2019 að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu veitingastaðar í fl. I teg. D á 1. hæð í húsi á lóð nr. 35 við Laugaveg. Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Flokkur fólksins hefur áður bókað um hvernig miðbærinn er að verða. Þróunin er sú að ekkert nema veitingahús, hótel og minjagripaverslanir verða eftir á svæðinu ef ekki er staldrað við. Nú hafa tugir verslana flúið þetta svæði eftir að götum var lokað gegn vilja rekstraraðila sem fullyrða að verslun þeirra hafi hrunið í kjölfar lokunar. Nú er eitt enn veitingahúsið að rísa við Laugaveginn á meðan margar gamlar og gróna verslanir hafa flutt sig. Niðurstöður Zenter rannsókna hafa sýnt skýrt að bærinn er að verða einsleitur. Ferðamenn og búendur miðborgarinnar njóta hans og aðrir sem leggja leið sína í bæinn eru að sækja skemmtanalífið frekar en að versla enda tugir verslana farnir af svæðinu. Verði haldið áfram að keyra þessa stefnu verður ekkert eftir í bænum nema veitingastaðir, barir og minjagripabúðir.
101 Reykjavík
Landnúmer: 101453 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017546