Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 28. ágúst 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. í ágúst 2019 vegna breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 34/Ármúla 31, reitur 1.265. Í skipulagslýsingunni eru fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi tilgreindar sem felst helst í því að gert verði ráð fyrir að þétt ný blönduð byggð rís í stað atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og eftirtöldum aðilum; Skipulagsstofnun, Veitur, Minjastofnun, Borgarsögusafn, SSH Strætó bs., Íbúaráð og íbúasamtök, Eftirtaldar deildir, skrifstofur og svið Reykjavíkurborgar: Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, Skrifstofa Samgöngustjóra og borgarhönnunar, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds, Skrifstofa reksturs og umhirðu, Skrifstofa umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Skóla- og frístundasvið auk þess að kynna hana fyrir almenningi.
Vísað til borgarráðs