Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur, breyting á deiliskipulagALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Suðurlandsbraut 34 (01.265.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 28. ágúst 2019 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265- Orkureitur. Í tillögunni felst uppbygging íbúða-, verslunar-, þjónustu- og atvinnustarfsemi á fimm reitum á lóðinni. Gert er ráð fyrir allt að 436 íbúðum á lóð ásamt atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021 og húsakönnun Úrbanistan frá 2019, hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 6. janúar 2020, samgöngumat VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2020 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Samúel Torfi Pétursson frá VSÓ Ráðgjöf, Kristján Ásgeirsson frá ALARK arkitektum, Friðjón Sigurðarson frá Reitum fasteignafélagi og Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Nýtt skipulag á svæðinu er afrakstur verðlaunasamkeppni þar sem niðurstaða lá fyrir í fyrir rúmum tveimur árum. Meginmarkmið er að stuðla að fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi með fjölbreyttum og sólríkum almenningsrýmum. Gert er ráð fyrir yfir 436 íbúðum auk þjónustu á lifandi jarðhæðum. Allt skipulagið er í BREEAM vottunarferli. Svæðið liggur vel að borgarlínu og mikil tækifæri eru fyrir vistvænar samgöngur. Tillagan fellur afar vel að hugmyndafræði Aðalskipulags Reykjavíkur.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er jákvætt að sjá mögulega uppbyggingu við Orkureit. Rétt er að benda á að atvinnuhúsnæði verður um 5.000 m2 minna en nú er og kallar því að atvinnuhúsnæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu á móti. Í kynningum borgarinnar er gjarnan rætt um nýtt atvinnuhúsnæði en oft gleymist að gera ráð fyrir því atvinnuhúsnæði sem víkur á þéttingarreitum. Hætt er við að atvinnuhúsnæði dreifist annað vegna þessa. Þá vekur athygli að ráð er gert fyrir því að borgarlína verði í miðju Suðurlandsbrautar, en sú útfærsla er mjög umdeild. Með þessari útfærslu væru vinstri beygjur ómögulegar og því lengra fyrir akandi að fara. Mikilvægt er að afkastageta Suðurlandsbrautar verði ekki skert, en hér er gert ráð fyrir að 436 íbúðir sem kalla á aukna umferð á svæðinu.