Kynnt staða vinnu við gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið.
Gestir
Friðjón Sigurðarson frá Reitum, Kristján Ásgeirsson og Samúel Torfi Pétursson frá ALARK taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Bókun Flokks fólksins við framlagningu skipulagslýsingar dags. í ágúst 2019 vegna breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 34/Ármúla 31, en þar á að rísa þétt og blönduð byggð, allt að 450 íbúðir, atvinnuhúsnæði og leik- og grunnskóli. Fulltrúi Flokks fólksins er að sjá þessi gögn og heyra nákvæmlega þessar lýsingar í fyrsta sinn og getur ekki eftir örstutta kynningu myndað sér skoðun á þeirri umbyltingu sem á að verða á þessum reiti. Ítrekað er mikilvægi þess að fá gögn send með dagskrá til að geta rýnt þau fyrir fundinn. Breytingar sem lagt er til að verði eru gríðarmiklar. Myndir sem sýndar eru líkjast í engu því útliti og aðstæðum sem þarna eru núna. Gert er ráð fyrir að stór hluti af núverandi húsnæði á lóðinni víki. Hvaða hús eru það sem munu víkja, hve mörg, hvaða starfsemi er í þeim nú og hvernig mátast skipulagsbreytingin við eigendur þeirra. Það vakna margar spurningar. Hér er ekki verið að gagnrýna eða segja að þetta geti ekki orðið vel heppnað og glæsilegt heldur frekar er verið að leggja áherslu á að kjörnir fulltrúar fái mýmörg tækifæri til að rýna í þetta til að mynda sér skoðanir enda gætu þeir viljað koma með umsögn eða ábendingar, eða frekari spurningar.