Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 21. ágúst 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2019 þess efnis að framkvæmdir á lóðinni Búland 36, Búland 1-31 og 2-40, falli undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í e. lið greinar 2.3.5 og því muni byggingarfulltrúi ekki aðhafast frekar í málinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. september 2019 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars 2020. Úrskurðarorð: Fell er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. júlí 2019 að aðhafast ekki vegna framkvæmda á baklóð við Búaland 36. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. júlí 2020 ásamt endurupptökubeiðni dags. 25. júní 2020 sem varðar framkvæmdir við Búland 38. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. júlí 2020 og afstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna endurupptökubeiðni á kærumáli dags. 30. september 2020.