Héðinsgata 8, kæra 79/2019, umsögn, úrskurður
Héðinsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 68
15. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. apríl 2020: Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 18. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Reykjavíkurhöfn.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins harmar hversu erfitt það er að koma smáhýsum borgarinnar fyrir og þeirri andstöðu sem þetta úrræði fyrir heimilislausa hefur mætt. Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld að líta til annarra úrræða svo finna megi lausn á þessum húsnæðisvanda heimilislausra í borginni.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Staðarval fyrir smáhýsi við Köllunarklett var óheppilegt. Rétt er að falla alfarið frá ákvörðun um þessa staðsetningu þessa úrræðis. Ljóst er af úrskurðinum að skýra þarf heimildir í aðalskipulagi til að auka sveigjanleika á miðsvæði.