Hagasel 23, kæra 85/2019, umsögn, úrskurður
Hagasel (04.937)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 65
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. september 2019 ásamt kæru dags. 7. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23. Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi. Það er búið að kosta íbúa á þessu svæði blóð, svita og tár að berjast á móti þessum áformum borgarinnar. Lóðin er á stærð við frímerki í skilningi skipulags og er nokkurs konar miðja hverfisins sem tengir ýmsa starfsemi saman. Í úrskurðinum er afdráttalaus niðurstaða um að húsið sem áformað var að byggja á lóðinni reyndist of stórt. Búið var að skipuleggja byggingu fyrir Félagsbústaði sem úrskurðarnefndin segir að sé of stórt sem nemur 27m2. Það er áfellisdómur yfir borginni. Meirihlutinn ætlar ótrauður að halda áfram og troða um 600 m2 fjölbýlishúsi á þessa litlu lóð sem er hjarta svæðisins. Ákall hefur verið um að þetta græna svæði fái að halda sér eins og það er vegna þess ríka aðdráttarafls sem það hefur fyrir bæði börn og fullorðna árið um kring. Það er nýtt sem útivistarsvæði fyrir börn og þarna eru haldnar litlar hverfahátíðir. Hvers vegna á að úthluta Félagsbústöðum þetta frímerki til uppbyggingar? Borgin á nóg af lóðum til að byggja á.