Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi - R19070109
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 60
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi deildarstjóra atvinnuþróunar f.h. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 5. september 2019 þar sem óskað er eftir að skipulagsfulltrúi vinni tillögu að deiliskipulagsbreytingu á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi með það að markmiði að þar verði útbúin lóð fyrir starfsemi Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Einnig eru lagðir fram uppdr. Landmótunar sf. dags. 22. október 2019. Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata og fulltrúum Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs.
Svar

Pawel Bartoszek víkur af fundinum undir þessum lið.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.