Fyrirspurn
Lagt fram málskot Önnu Sigríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf. vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi Bæjarháls-Hraunbæjar vegna reits A, Hraunbær 133, sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum á reitnum um 10 þannig að í stað 58 íbúða verði 68 íbúðir, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 4. júní 2019. Einnig er lögð fram kynning Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ódags. um uppbyggingu. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2019.
Skipulags- og samgönguráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina.
Afgreiðsla þessi felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu skipulags- og samgönguráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.